Hefur þú kynnt þér kosti við að úthýsa fjármálum fyrirtækis þíns?

                             Fáðu tilboð í lausn sem hentar fyrirtæki þínu.

Góð fjármálastjórnun er lykill að árangri fyrirtækja

Smart finance sérhæfir sig í að veita alhliða fjármálaþjónustu til millistórra og lítilla fyrirtækja sem kjósa að úthýsa fjármálum fyrirtækisins að öllu leyti eða að hluta. 

Við veitum  áreiðanlegar og reglulegar upplýsingar um fjármál  fyrirtækis þíns þar sem þú færð góða yfirsýn yfir rekstur og fjárhagsstöðu.  Viðskiptavinir geta valið um að fá aðgang að myndrænu gagnvirku mælaborði með fjármála og stjórnendaupplýsingar í rauntíma sem styður stjórnendur til betri ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækisins.  Auk þess er í boði að fá fjármálastjóra til leigu eða sérhæfða ráðgjöf á sviði fjármála fyrirtækja.

Stuðst er við nýjustu lausn frá Microsoft á sviði bókhalds, Business Central skýjalausn, sem hefur meðal annars í för með sér að lágmarka kostnað við rekstur á bókhaldskerfi sem skilar sér í hagstæðari kjörum til viðskiptavina Smart finance. Unnið er í pappírslausu umhverfi, Smart finance getur aðstoðað fyrirtæki við að stíga skref í átt að umhverfisvænni lausn við færslu bókhalds. 

Okkar þjónusta

Viðskiptavinir geta valið um hvort þeir úthýsa fjármálum fyrirtæki síns í heild eða ákveðnum verkþáttum. Hvert fyrirtæki hefur greiðan aðgang að sínum þjónustustjóra.

Bókhalds og launavinnsla

Öll almenn bókhaldsþjónusta, launavinnsla og skil á opinberum gjöldum

Uppgjör og ársreikningsgerð

Mánaðarleg uppgjör, gerð árs- og árshlutareikninga

Stjórnendaupplýsingar

Myndrænt gagnvirkt mælaborð og rauntíma fjármálaupplýsingar

Fjármálastjóri til leigu

Stjórnun fjármála í heild sinni til styttri eða lengri tíma

Hvernig komum við á viðskiptasambandi

Við bjóðum upp á fund með þjónustustjórum  Smart finance þar sem þarfir þíns fyrirtækis varðandi fjármálaþjónustu eru skilgreindar.


Í framhaldi er verðtilboð gefið í verkið.


Viðskiptastjóri skilgreindur hjá Smart finance sem heldur utan um fjármálavinnslu fyrir þitt fyrirtæki.

Meðmæli ánægðra viðskiptavina

FX Iceland fékk starfsleyfi frá fjármála eftirlitinu í Júní 2019 til þess að starfrækja gjaldeyrisskiptastöð. Strax í byrjun var það markmið FX Iceland að úthýsa öllum kerfisrekstri og styðjast við skýjalausnir á sem flestum sviðum til þess að lágmarka kostnað. Smart Finance og þeirra hugmyndafræði féll vel að stefnu FX Iceland sem hefur úthýst öllum fjármálum frá fyrsta degi. Mikilvægi þess að hafa áræðanlegar og góðar upplýsingar við hendina er lykil atriði þegar verslað er með gjaldeyri sem getur sveiflast hratt og því mikilvægt að hafa góða yfirsýn á reksturinn hverju sinni. Smart Finance hefur uppfyllt allar okkar kröfur varðandi fjármál og bókhald, og útreikning launa fyrir okkar starfsmenn.
FX Iceland
Bergsveinn Sampsted, Framkvæmdastjóri

Meðmæli ánægðra viðskiptavina

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.
Lucinity
Darri Atlason, framkvæmdarstjóri vöruþróunar
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.
Fríðindalausnir
Stefán Pálsson, eigandi