fbpx

Þjónusta

Þjónustuþættir

Hver og einn viðskiptavinur velur þá þjónustuþætti sem hentar fyrir hann.

Bókhald og launavinnsla

Við færum bókhaldið í  Navision Business Central. Við sjáum mánaðarlega um tekju og  kostnaðarbókhald,  stemmum af og gerum upp rekstur og efnahag.

Við göngum frá VSK og skilum til Ríkisskattstjóra fyrir hvert uppgjörstímabil.

Við sjáum um launavinnslu fyrir viðskiptavini okkar tímanlega, sendum launaseðla á launamenn, skilum staðgreiðslunni og skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttafélaga.

Uppgjör og ársreikningsgerð

Við gerum ársreikninga og árshlutareikninga fyrir fyrirtæki, sama hvort bókhaldið er fært hjá Smart finance eða annars staðar.

 

Skýrslugerð

Gagnvirk mælaborð og stjórnendaskýrslur auðvelda viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir með hag fyrirtækisins að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að velja mælikvarða sem henta hverju fyrirtæki fyrir sig. Sérfræðingar Smart finance vinna náið með viðskiptavinum sínum og tryggja þannig að lausnin skili tilætluðum árangri.

 

Fjármálastjóri til leigu eða fjármálaráðgjöf

Fjármálastjóri til leigu sér um fjármálastjórnun í samvinnu við eigendur og stjórnendur og er þeim innan handar við rekstur fyrirækisins.

Við tökum að okkur ferlagreiningu á fjármálaferlum og ráðgjöf varðandi fjármál.