Um Smart finance

Smart finance er fjármálaþjónustufyrirtæki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu til millistórra og lítilla fyrirtækja sem kjósa að úthýsa fjármálastarfsemi að hluta eða að öllu leyti. 

Markmiðið er að veita viðskiptavinum áreiðanlegar og reglulegar upplýsingar um fjármál viðkomandi fyrirtækis auk þess að gefa kost á sérhæfðri ráðgjöf á sviði fjármála fyrirtækja.

Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og aðlögum okkar lausnir að þörfum viðskiptavina okkar.

 

Af hverju að velja Smart finance?

Reynslumikið Teymi

Teymið hefur margra ára og víðtæka reynslu af fjármálum fyrirtækja, uppgjörsvinnu og stjórnendaupplýsingum. Rekstur á myndrænu gagnvirku mælaborði ofan á fjármálagögn og Office 365 lausna fyrir fyrirtæki á innlendum sem og alþjóðlegum vettvangi.

Skýjalausnir

Unnið er í Microsoft umhverfi þar sem notast er við skýjalausn við færslu bókhalds í Business Central og Power BI við skýrslugerð.

Örugg miðlun gagna

Upplýsingar og miðlun gagna fer í gegnum viðskiptagátt á vefnum þar sem krafist verður auðkenningar með rafrænum skilríkjum. Þar munu viðskiptavinir eiga kost á að nálgast fjármálaupplýsingar, greiningar, skýrslugerð og bókhaldsgögn ásamt því að geta stjórnað aðgöngum starfsmanna fyrirtækisins.

Pappírslaust bókhald

Pappírslaust bókhald þar sem notast er við rafræna skeytamiðlun, innskönnun reikninga í gegnum snjalltæki og viðskiptagátt við miðlun uppgjörs og bókhaldsgagna frá og til viðskiptavina.

Eigendur

Hrönn Sveinsdóttir

hronns@smartfinance.is

+354 669 9101

Hildur Pála Gunnarsdóttir

hildurpg@smartfinance.is

+354 669 9117

Katrín Dögg Ásbjörnsdóttir

katrin@smartfinance.is

+354 669 9112

 

Metadata ehf er einn af eigendum Smart finance.

info@metadata.is

+354 532 9000